Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árni (Antoníus) Guðmundsson

(2. apr. 1870–7. okt. 1931)

Trésmiður.

Foreldrar: Guðmundur Bjarnason í Víkum á Skaga og kona hans Valgerður Jónatansdóttir sst., Ólafssonar.

Lauk trésmíðanámi í Rv. 1889 og var þar, þangað til hann tók við föðurleifð sinni 1892. Búhöldur góður, með myndarbrag á öllu, enda hugvitssamur, ráðhollur og hjálpfús.

Kona 1 (1894): Lucinda (d. s. á.) Magnúsdóttir, og komst barn þeirra ekki upp.

Kona 2 (27.dec.1896): Anna Tómasdóttir frá Ásbúðum.

Börn þeirra: Fanney, Sigríður, Guðmundur, Vilhjálmur, Karl, Leó, Hilmar, Hjalti, Lárus (Óðinn XXXIT).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.