Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Árna-Bjarni Sveinbjörnsson

(26. okt. 1849 – 6. okt. 1943)

.

Læknir. Foreldrar: Þórður dómstjóri Sveinbjörnsson og seinni kona hans Kirstín Katrín, 18 dóttir Lars Mikaels kaupmanns í Reykjavík, Knudsens. Tekinn í Reykjavíkur lærða skóla 1864, en hætti námi að þremur árum liðnum. Fór til Vesturheims 1872. Gerðist læknir þar, og er talið, að hann hafi verið næstfyrstur íslenzkra manna, er þar luku prófi í læknisfræði. Átti heima í Spanish Forks og síðar í Elsinore í Utah. Nefndi sig Albert S. Björnsson. Fórst í bifreiðarslysi í Grand Junction í Colorado-fylki í Bandaríkjunum (Saga Íslendinga í Vesturheimi II, bls.30; Alm. Ól. Þorg. 1944).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.