Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ámundi Ormsson

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ormur Egilsson að Kálfatjörn og kona hans Bergljót Bjarnadóttir (prests á Stað í Grindavík?), Sumarliðasonar. F. að Kálfatjörn. Ámundi varð fyrst aðstoðarprestur föður síns um 1620, en tók við Kálfatjarnarprestakalli 1623, er faðir hans fluttist að Mosfelli í Mosfellssveit. Mosfellssveitarprestakall fekk Sumarliði, bróðir Ámunda prests, 1625, og hefir þá faðir þeirra flutzt aftur að Kálfatjörn, en talið Ámunda, son sinn, aðstoðarprest sinn þar, til þess er hann lét algerlega af prestskap (1634 eða 1635). Síra Ámundi lét af prestskap 1670, vegna sjóndepru. Er á lífi 1672, d. fyrir 1679. Var hagmæltur. Ein smellin lausavísa er eftir hann (til Björns skálds Sturlusonar).

Kona: Guðríður (d. 12. febr. 1654) Þormóðsdóttir lögréttumanns í Hvítanesi í Kjós (d. 1657), Jónssonar í Hvítanesi (d. í okt. 1582), Ólafssonar í Hvammi í Kjós, Narfasonar ábóta, Ívarssonar.

Börn þeirra: Jón í Hvítanesi í Kjós, Halldóra kona Þórðar Gunnarssonar á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, Guðrún kona Eiríks í Minni Vogum, Einarssonar í Vogum, Oddssonar (HÞ.; PEÓI. Mm.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.