Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Álfur Magnússon

(26. febr. 1871–í ág. 1898)

. Skáld. Foreldrar: Magnús Magnússon á Gauksstöðum í Garði suður og kona hans. Þuríður Jónsdóttir.

Tekinn í Reykjavíkur lærða skóla 1885, en hætti námi í 4. bekk. Vann síðan að ýmsum störfum, barnakennslu, sjómennsku o. fl., síðustu árin á Vestfjörðum. Gervilegur maður, en ekki gæfusamur. Orti kvæði og kviðlinga, er víða flugu. Var ókvæntur, en átti launbörn nokkur. Týndist af fiskiskipi fyrir Vestfjörðum. Var sá orðrómur á, að hann hefði komizt í útlent skip, en aldrei hefir til hans spurzt með vissu (sjá þó: Minningar úr menntaskóla, Rv. 1946, bls. 105–107) (1.1.: Dagur er liðinn, Rv. 1947; Gils Guðmundsson: Frá Yztu nesjum Il og IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.