Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Álfur Jónsson

(– –26. dec. 1671)

Prestur.

Foreldrar: Jón Bárðarson í Kaldaðarnesi og kona hans Sigríður Snorradóttir frá Þverá í Öxnadal. Veik úr Skálholtsskóla og 3 aðrir með honum, líkl. 1631, vegna hörku Vigfúsar rektors Gíslasonar (JH. Skól.), en mun hafa verið tekinn í skólann aftur, er Vigfús lét af skólastjórn, og hafa orðið stúdent 1633 eða 1634. Vígður til prests vorið 1636 (líkl. 12. júní) að Kaldaðarnesi og bjó þar ævilangt.

Kona: Ragnheiður eldri Árnadóttir lögréttumanns að Ytra Hólmi, Gíslasonar, og bjó hún eftir hann í Kaldaðarnesi (enn á lífi 1682).

Börn þeirra: Síra Gísli í Kaldaðarnesi, síra Árni í Heydölum, Sigríður kona Illuga lögréttumanns Vigfússonar á Höskuldsstöðum í Kaldaðarneshverfi, Steinunn kona Hjalta Sigurðssonar að Brekku á Hvalfjarðarströnd (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.