Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Álfur Gíslason

(um 1696–1. maí 1733)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Álfsson í Kaldaðarnesi og kona hans Guðrún Þórðardóttir prests á Þingvöllum, Þorleifssonar. F. í Kaldaðarnesi. Tekinn í Skálholtsskóla 1711, stúdent þar 1718. Fekk veiting Fuhrmanns amtmanns fyrir Kaldaðarnesprestakalli 21. apríl 1725. Jón byskup Árnason vildi ekki þegar vígja hann vegna vanþekkingar, en amtmaður kvaðst þá í bréfi til byskups 1. júní s.á. mundu veita prestakallið öðrum. Þá veitti byskup Álfi frest til viðbúnaðar um sumarið undir vígsluna, og fór hún fram 7. okt. s. á. Álfur prestur bjó í Kaldaðarnesi til móts við móður sína til dauðadags.

Kona: Helga Jónsdóttir (f , um 1700), enn álífi 1776.

Börn þeirra, er upp komust: Gísli á Valdastöðum í Flóa, Vigfús í Valdakoti. Álfi presti er til gildis talið (Grv.-Jón), að hann hafi kunnað vel „frúrskák“, sem mjög fáir kunnu þá (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.