Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Álfarinn Válason

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður á Snæfellsnesi.

Foreldrar: Váli hinn sterki og Hlíf hestageldir. Synir hans: Höskuldur að Höskuldsám, Ingjaldur að Ingjaldshvoli, Saxi, er Grímkell Úlfsson rak frá Saxahvoli og síðar bjó að Hrauni, Goti að Gotalæk, Hólmkell að Fossi (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.