Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ágúst Þórarinsson

(13. sept. 1864–24. mars 1947)

Kaupmaður. Foreldrar: Þórarinn (d. 1. júlí 1866, 41 árs) Árnason, jarðyrkjumaður á Stóra-Hrauni í Árnessýslu, og kona hans, Ingunn (d. 4. júlí 1909, 83 ára) Magnúsdóttir bónda og alþm. í Syðra-Langholti, Andréssonar. Nam trésmíði. Kennari við barnaskóla í Ólafsvík og gegndi jafnframt verzlunarstörfum. Verzlunarmaður og síðar verzlunarstjóri hjá Tang f Riis í Stykkishólmi, en keypti loks þá verzlun og rak hana ásamt útgerð fyrir eigin reikning. Sýslunefndarmaður í 20 ár samfleytt, í stjórn sparisjóðs Stykkishólms í 24 ár, sinnti einnig skóla- og safnaðarmálum um 40 ár. Var einn af stofnendum flóabátsfélags Breiðafjarðar og fyrsta frystihúss í Stykkishólmi og í stjórn þessara fyrirtækja. Bóka- og fróðleiksmaður. Gaf barnaskóla Stykkishólms bókasafn sitt eftir sinn dag og konu sinnar. Kona (6. sept. 1890): Ásgerður (d. 11. júní 1946, 81 árs) Arnfinnsdóttir í Vatnsholti í Staðarsveit, Arnfinnssonar.

Börn þeirra: Sigurður kaupm. og alþm. í Stykkishólmi, Haraldur kaupm. í Reykjavík, Guðrún Olga átti Konráð frkvstj. Stefánsson, Ingigerður átti síra Sigurð Ó. Lárusson í Stykkishólmi (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.