Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ágúst Jónsson

(24. sept. 1864–22. jan. 1934)

Skáld.

Foreldrar: Jón Jónsson í Fljótsdal í Fljótshlíð og kona hans Guðbjörg Eyjólfsdóttir hreppstjóra, Oddssonar. Bjó lengstum í Höskuldarkoti í Njarðvíkum, dvaldist síðast í Rv. Vel gefinn maður, smiður og bókbindari og gegndi ýmsum sveitarstörfum og kennslu. Kvæði eftir hann í blöðum og sálmarí sálmabókarviðbæti; Þyrnar og rósir, Rv. 1930; Áfangar, Rv. 1933.

Kona (1889): Guðleif Magnea Ársælsdóttir í Höskuldarkoti, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Anna, átti Nóa trésmið Kristjánsson í Rv., Ársæll fór til Vesturheims (Óðinn XXxX; Tímarit iðnmanna, 8.árg.; BIT).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.