Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ágúst (Theodór) Flygenring

(17. apr. 1865–13. sept. 1932)

Kaupm.

Foreldrar: Þórður Sigurðsson að Fiskilæk og kona hans Sigríður Runólfsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Lærði sjómannafræði og lauk stýrimannaprófi í Noregi 1891. Var skipstjóri á þilskipum 1886–98. Gerðist 1899 kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði og var það til æviloka. Athafnamaður hinn mesti. Fluttist alfari til Kh. 1931. Kkj. þm. 1905–12, 1. þm. Gullbr. og Kjs. 1924–5.

Kona (20. okt. 1892): Þórunn Stefánsdóttir að Þóreyjarnúpi, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórarinn skipstj. í Kh., Garðar skrifstofum. í Rv., Ingólfur forstj. í Hf., Þórður kaupm. í Hf., Sigurður verkfr. í Rv., Halldóra átti Benedikt verkfr. Gröndal í Rv., Elísabet átti Óskar lögfr. Borg í Rv., Sigríður átti Beintein útgerðarm. Bjarnason í Hf., Unnur átti Holger Bahnsen höfuðsmann í flota Dana, Anna átti Georg Brammer major (Óðinn VI og XXIX; Ægir, 25. árg.; Verzl.tíð., 15. árg.; Alþingismannatal o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.