Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ágúst (Magnús Á.) Helgason

(17, okt. 1862–4. nóv. 1948)
. Bóndi. Foreldrar: Helgi Magnússon í Birtingaholti og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir í Birtingaholti, Magnússonar. Nam söðlasmíði 1879–80 og bókband 1885. Bóndi á Gelti í Grímsnesi 1888–92 og síðan í Birtingaholti til æviloka. Gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum; var hreppstjóri í Hrunamannahreppi, sýslunefndarmaður; landkjörinn þingmaður 1926, í yfirfasteignamatsnefnd 1917 og 1928; formaður Sláturfélags Suðurlands frá stofnun þess 1907 og síðan; formaður búnaðarfélags Hrunamanna; formaður Kaupfélags Árnesinga. Átti þátt í stofnun fyrsta rjómabús hér á landi (í Hrunamannahr.), stofnun Sláturfélags Suðurlands og ýmissa fleiri félaga. Hlaut heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX., Dannebrogsmaður 1907; r. af fálk., 1921. Ritstörf: Ævisaga hans, rituð af honum sjálfum, Rv. 1951. Kona (1. júní 1888): Móeiður (f. 9. sept. 1869; d. 5. febr. 1949) Skúladóttir læknis Thorarensens á Móeiðarhvoli. Börn þeirra: Helgi hreppstjóri á Selfossi, Skúli verzlunarstjóri í Reykjavík, Guðmundur verzlunarmaður í Reykjavík, Magnús læknir í Hveragerði, Sigurður í Birtingaholti, Ragnheiður átti Eirík Þorsteinsson á Langamýri, Ásdís átti Skúla Hallsson í Keflavík, Sigríður átti Skúla Oddleifsson í Keflavík (Br7.; o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.