Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Zófónías Halldórsson

(11. júní 1845–3. jan. 1908)

Prestur.

Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson að Brekku í Svarfaðardal og kona hans Guðrún Björnsdóttir að Ytra Garðshorni, Arngrímssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1867, stúdent 1873, með 1. einkunn (95 st.), próf úr prestaskóla 1876, með 1. einkunn (49 st.). Fekk Goðdali 1. sept. 1876, vígðist 3. s.m., Viðvík 6. maí 1886 og hélt til æviloka. Prófastur í Hegranesþingi 1889–1908. R. af dbr. 18. júlí 1905. Vel að sér og kenndi ýmsum undir skóla, dugmikill, áhugasamur og vel látinn. Ritg. eru eftir hann í Bjarma, Kirkjublaði, Nýju kirkjublaði, Tíðindum prestafél. Hólastiftis.

Kona (28. ág. 1877); Jóhanna Sofía (f. 10. apr. 1855, d. 2. jan. 1931) Jónsdóttir dómstjóra, Péturssonar. Synir þeirra: Pétur ættfræðingur og hagstofufulltrúi í Reykjavík, Páll alþingismaður og landbúnaðarráðunautur, Guðmundur fór til Vesturheims (Óðinn IV; Bjarmi 1908; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.