Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vémundur Þórisson, kögur

(10. öld)

Foreldrar: Þórir leðurháls Þorsteinsson (GnúpaBárðarsonar) og kona hans Fjörleif Eyvindsdóttir landnámsmanns á Helgastöðum í Reykjadal, Þorsteinssonar höfða.

Kona: Halldóra Þorkelsdóttir svarta, Þórissonar snepils.

Börn hans (eða þeirra): Þórir (má vera sá á Grund í Svarfaðardal, sjá Vallalj.), Þorkatla. Var garpur mikill, einn aðalmanna í Reykd., sem oft er og við hann kennd og þá frændur Víga-Skútu (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.