Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhjálmur Árnason

(26. júlí 1866–22. febr. 1941)

. Útvegsbóndi. Foreldrar: Árni Vilhjálmsson á Kirkjubóli í Norðfirði, síðar á Hofi í Mjóafirði, og kona hans Þórunn Einarsdóttir í Firði, Guðmundssonar.

Útvegsbóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði yfir 40 ár. Mikill búhöldur og atorkumaður. Hóf einna fyrstur bænda þar eystra vélbátaútveg og setti þilfar í bát sinn. Rak verzlun um skeið.

Átti þátt í stofnun frystihúss og einnig félags til vátryggingar vélbáta. Stofnaði deildir í Fiskifélagi Íslands á Austfjörðum; fulltrúi Austfjarða á Fiskiþingi 1930. Átti sæti í hreppsnefnd yfir 30 ár og oddviti um skeið; sýslunefndarmaður um hríð. Kona (31. okt. 1891): Björg (f. 4. júlí 1870) Sigurðardóttir á Hánefsstöðum, Stefánssonar, Börn þeirra: Sigurður á Hánefsstöðum, Árni erindreki á Seyðisfirði, Hermann afgrm. sst., Þórhallur skipstjóri, Hjálmar sýslumaður, Sigríður átti Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal, Stefanía (Br7.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.