Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhjálmur Hjálmarsson

(15. apríl 1850–18. júlí 1927)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Hjálmar hreppstjóri Hermannsson að Brekku í Mjóafirði og f. k. hans María Jónsdóttir úr Jórvík í Breiðdal, Jónssonar. Tók við búi af föður sínum 1876 og hélt til æviloka, varð hreppstjóri 1891 og síðan og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Búsýslumaður mikill, túnræktarmaður meiri en dæmi munu til, enda fekk hann 1902 hæstu verðlaun 66 úr ræktunarsjóði Íslands. Vinsæll maður og vel gefinn.

Kona (5. júní 1879): Svanbjörg Pálsdóttir á Arnórsstöðum í Jökuldal, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Helga Pálný, óg., Sigdór kennari, María Hildur átti Friðjón Benediktsson að Reykjum í Mjóafirði, Hjálmar að Brekku, Gísli Sigurjón, Anna Solveig, Guðný Svanþrúður, Jóna, Ragnhildur, Hermann Jónsson (Óðinn I; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.