Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vilhjálmur Bjarnarson
(24. mars 1846–21. apr. 1912)
Trésmiður.
Foreldrar: Síra Björn skáld Halldórsson að Laufási og kona hans Sigríður Einarsdóttir í Saltvík, Jónssonar.
Varð ungur fullnuma á trésmíðar, var árlangt í Kh. og lærði að mála. Vann síðan um hríð að smíðum og málaraiðn.
Setti bú að Kaupangi í Eyjafirði 1877, keypti Reyðará („Rauðará“) hjá Reykjavík 1893 og þjó þar til æviloka.
Græddi hann þar út mikið land og hafði þar mikinn búskap, enda varð hann vel efnaður.
Fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda og ræktunarsjóði.
Kona (1872): Sigríður Aðalbjörg Þorláksdóttir prests á Skútustöðum, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Halldór skólastjóri á Hvanneyri, Þóra átti Stefán Jónsson að Munkaþverá, Þorlákur að Reyðará, Laufey átti Dr. Guðmund landsbókavörð Finnbogason.
Launsonur hans: Theodór bæjarfógetaskrifari (Óðinn V; o.fl.).
Trésmiður.
Foreldrar: Síra Björn skáld Halldórsson að Laufási og kona hans Sigríður Einarsdóttir í Saltvík, Jónssonar.
Varð ungur fullnuma á trésmíðar, var árlangt í Kh. og lærði að mála. Vann síðan um hríð að smíðum og málaraiðn.
Setti bú að Kaupangi í Eyjafirði 1877, keypti Reyðará („Rauðará“) hjá Reykjavík 1893 og þjó þar til æviloka.
Græddi hann þar út mikið land og hafði þar mikinn búskap, enda varð hann vel efnaður.
Fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda og ræktunarsjóði.
Kona (1872): Sigríður Aðalbjörg Þorláksdóttir prests á Skútustöðum, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Halldór skólastjóri á Hvanneyri, Þóra átti Stefán Jónsson að Munkaþverá, Þorlákur að Reyðará, Laufey átti Dr. Guðmund landsbókavörð Finnbogason.
Launsonur hans: Theodór bæjarfógetaskrifari (Óðinn V; o.fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.