Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhjálmur Arnfinnsson

(– – 1675)

Sýslumaður á Þóroddsstöðum.

Foreldrar: Síra Arnfinnur Sigurðsson á Stað í Hrútafirði og kona hans Þórdís Guðmundsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar.

Var fyrst lögsagnari Þorleifs lögmanns Kortssonar í Strandasýslu, fekk hálfa sýsluna 1669 og hélt til æviloka. Talinn vel skýr maður, en fekk galdraorð (,Galdra-Vilki“ nefndur).

Kona hans: Þorkatla Bjarnadóttir, Þórissonar.

Börn þeirra: Bjarni smiður (bjó í Miðfirði), Guðmundur að Dröngum í Trékyllisvík, Guðrún (átti heima í Bjarneyjum), Einar (komst á verðgang), Hólmfríður bl., Vilborg fáráðlingur, Ingibjörg átti Guðmund Ólafsson (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.