Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhjálmur (Lúðvík) Finsen

(1. apr. 1823–23. júní 1892)

Hæstaréttardómari.

Foreldrar: Ólafur yfirdómari Finsen og kona hans María, dóttir Ole Möllers kaupmanns í Reykjavík. Lærði í Bessastaðaskóla, stúdent 1841 (101 st.), tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1841–2, með 1. einkunn, próf í lögfræði 12. maí 65 1846, með 1. einkunn í báðum prófum (131 st.), fekk verðlaunapening háskólans 1848 fyrir lögfræðiritgerð. Vann fyrst í rentukammeri, síðan í ísl. stjórnardeildinni, settur þar um tíma fulltrúi. Fekk 28. sept. 1851 Gullbringusýslu og Kjósar, kom ekki til landsins fyrr en næsta vor og var þá, 23. apríl, orðinn land- og bæjarfógeti í Rv., jafnframt settur yfirdómari í landsyfirdómi frá 20. febr. 1856 fram á sumar 1859. Varð 16. apríl 1860 yfirdómari í landsyfirdóminum í Vébjörgum, 12. ágúst 1868 í landsyfirdóminum í Kh., dómari í hæstarétti 15. febr. 1871, fekk lausn 5. sept. 1888. Átti heima í Kh. til æviloka. Varð kanzellíráð 6. okt. 1854, r, af dbr. 14. júlí 1858, dbrm. 21. dec. 1878, komm.? af dbr. 16. maí 1884, komm.! af dbr. 8. apr. 1888. Varð heiðursdoktor í lögum á 400 ára afmæli háskólans í Kh. Heiðursfél. í bmf. Kkj. þm. 1853–9.

Var í gufuskipanefndinni 1871.

Ritstörf: Om de isl. Love i Fristatstiden, Kh. 1873; Om den oprindelige Ordning af den isl. Fristats Institutioner, Kh. 1888; sá um og þýddi Grágás (konungsbók), Kh. 1852–70; sá um sama rit, Staðarhólsbók, Kh. 1879, Skálholtsbók o. f., Kh. 1883.

Kona (1851): Karoline Vilhelmine, f. Moberg; þau skildu. Dóttir þeirra: Valgerður (d. 1880) átti danskan verzlunarmann og lyfjafræðing, Bredahl (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. 5 1882; Sunnanfari I; Andvari, 21. árg.; Tidsskr. f. Retsvidenskab 1893; Tímarit lögfr. og hagfr. 1923; Krit. Vierteljahrschr. N. F. XVI; KlJ. Lögfr.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.