Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhjálmur (Kristinn) Hákonarson

(18. júní 1812–20. sept. 1874)

Dbrm. í Kirkjuvogi.

Foreldrar: Hákon lögsagnari Vilhjálmsson í Kirkjuvogi og s.k. hans Anna Jónsdóttir í Höskuldarkoti í Njarðvíkum, Sighvatssonar. Merkur maður og mikilhæfur. Hreppstjóri og sveitarhöfðingi. Fekk tvívegis verðlaunapeninga útlenda fyrir mannbjörg á sjó. Manna vinsælastur (FJ. á Kerseyri: Minnisblöð, Ak. 1948).

Kona (1841). Þórunn Brynjólfsdóttir prests að Útskálum Sívertsens. Dætur þeirra, sem upp komust: Steinunn átti síra Sigurð aðstoðarprest Sívertsen (Sigurðsson) að Útskálum, síðar Helga, bróður hans, Anna átti síra Odd V. Gíslason á Stað í Grindavík (BB. Sýsl.; Útfm., Rv. 1875).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.