Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhjálmur (Erlendur Vilhjálmur Björn) Oddsen

(27. júlí 1826–17. mars 1896)

Bóndi.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Oddsson í Reykjavík og kona hans Þórunn Björnsdóttir prests í „Bólstaðarhlíð, Jónssonar.

Lærði söðlasmíðar. Bjó í Teigi í Vopnafirði 1854–62, Vatnsdalsgerði sst. 1862–6, að Hofi sst. 1866– 7, Hrappsstöðum 1867–84, á Hellisfjörubökkum 1884–96. Þm. (varaþm.) Norðmýl. 1857.

Kona 1 (31. ágúst 1853): Björg (d. 5. júlí 1865) Guttormsdóttir í Krossavík, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Gunnlaugur Ólafur Þorsteinn, Steinunn, Þorsteinn Jósep Benedikt.

Kona 2 (8. nóv. 1867): Guðlaug (d. 7. ág. 1912) Þorsteinsdóttir í Krossavík, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Þórunn Guðrún Björg, Valgerður (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.