Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhelm Jakobsson

(27. febr. 1889–11. janúar 1941)

. Kennari o.fl, Foreldrar: Jakob (d. 24. okt. 1935, 71 árs) Símonarson trésmiður á Brekku við Hofsós og kona hans María (f. 30. júní 1860) Þórðardóttir á Sævarenda í Loðmundarfirði, Þórðarsonar. Fæddur á Skinnastöðum í Öxarfirði. Stúdent í Rv. 1911 með einkunn 4,4 (57 st.). Nam Verkfræði í Kh. og gaf sig einnig að íþróttum. Lauk ekki prófi; fór heim 1916. Var um hríð starfsmaður í Íslandsbanka í Rv., barnakennari í Bolungarvík 1921–22; tollvörður á Vestfjörðum og Austurlandi 1930– 34. Vann annars mest að kennslu (og hraðritun á fyrri árum). Átti heima í Rv. til æviloka. Kona 1 (þau giftust í Kh.): Sigríður (d. 9. apr. 1952, 58 ára) Benónýsóttir kaupm. í Rv., Benónýssonar; þau skildu, og fór hún til Vesturheims.

Sonur þeirra: Gunnar í Berkeley í Kaliforníu. Kona 2: Ólöf (f. 7. júní 1895) Jónsdóttir á Smiðjuhóli á Mýrum, Hallssonar. Dóttir þeirra: Steingerður (B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar; Morgunbl. 9. jan. 1941 og 3. okt. 1952).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.