Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhelm (Moritz Vilhelm Bjering) Knudsen

(5. ág. 1866–14. mars 1934)

Kaupmaður o. fl.

Foreldrar: Lúðvík Á. bókhaldar í Reykjavík Knudsen og s.k. hans Katrín Elísabet Einarsdóttir verzlunarstjóra sst., Jónassonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880, stúdent 1887, með 3. einkunn (50 st.). Var á Prestaskólanum og lauk þar heimspekiprófi, en eigi embættisprófi. Var við skriftir hér og þar, enda listaskrifari. Um hríð kaupmaður á Akureyri, síðan bókhaldari í Reykjavík. Var hina síðari áratugi mikill stuðningsmaður bindindismála.

Kona hans: Hólmfríður Gísladóttir (systir Þorsteins ritstjóra).

Börn þeirra: Ósvaldur málarameistari, Jóhanna hjúkrunarkona (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.