Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhelm (Hans) Pálsson (W. H. Paulsson)

(14. ág. 1857–25. apr. 1933)

Kaupmaður o. fl.

Foreldrar: Páll Erlendsson á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Nam trésmíðar í æsku og stundaði hérlendis. Fluttist til Winnipeg 1883, stundaði þar verzlun og lífsábyrgðarstörf, en vann einkum að innflutningsstörfum hjá Canadastjórn.

Hafði og fasteignasölu 1905–10. Fluttist 1910 til Leslie í Saskatchewan; hafði þar fyrst verzlun, síðan fasteignasölu og ábyrgðarstörf. Varð þingmaður í Saskatchewan 1912, og hélt því sæti síðan. Félagslyndur maður og snjall ræðumaður.

Kona 1: Þóra Jónsdóttir (Benediktssonar prests að Hólum, 64 Vigfússonar); Þau bl.

Kona 2: Jónína Margrét Nikulásdóttir trésmiðs í Seyðisfirði, Jónssonar. Dætur þeirra, sem upp komust: Þóra hjúkrunarkona átti Alfred Albert tryggingamann í Seattle, Margrét kennari átti Þorberg prófessor Þorvaldsson.

Kona 3: Anna Kristín Nikulásdóttir (hálfsystir miðkonu hans). Dætur þeirra: Jónína Nikólína átti þarlendan mann, Málína May (Óðinn XIV; Tímarit þjóðræknisfél. XV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.