Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vilhelm (Georg Theodór) Bernhöft

(5. jan. 1869–24. júní 1939)

Tannlæknir.

Foreldrar: Vilhelm Bernhöft bakari í Rv. og kona hans Jóhanna Lovísa, Í. Bertelsen. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1883, stúdent 1890, með 3. einkunn (54 st.), úr læknaskóla 28. júní 1894, með 2. einkunn (88 st.). Stundaði tannlækninganám í Kh. 1894–6. Var síðan tannlæknir í Rv. til æviloka og hafði styrk úr landsjóði til að kenna læknaefnum tannlækningar. Andaðist á ferð í Kh.

Kona 26. sept. 1900): Kristín (f. 26. sept. 1878) Þorláksdóttir kaupmanns Johnsens í Reykjavík.

Börn þeirra Óskar Guido stórkaupmaður í Rv., Jóhann Gotfred stórkaupm. sst., Sverrir stórkaupm. sst., Jóhanna Ingibjörg átti Agnar stórkaupm. Norðfjörð, Kristín átti Gunnlaug fulltrúa Pétursson (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.