Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Viggó (Haraldur V.) Björnsson

(30. okt. 1889 – 14. mars 1946)

. Bankastjóri. Foreldrar: Björn Jensson kennari við Lærða skólann í Rv. og kona hans Lovísa Henrietta, dóttir Henriks kaupmanns Svendsen.

Starfsmaður í Íslandsbanka í Rv. frá stofnun hans. Útbússtjóri Íslandsbanka (síðar Útvegsbanka) í Vestmannaeyjum frá 1919 til æviloka. Átti lengi sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja; var lengi formaður í félagi útvegsbænda. Brezkur ræðismaður. R. af fálk, Kona (2. sept. 1922): Rannveig (f. 30. apr. 1895) Vilhjálmsdóttir á Þrándarstöðum í Borgarfirði eystra; þau bl. (Br7.; Víðir XXII, 6. og 8. tbl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.