Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Þórðarson

(15. mars 1870–17. júní 1949)

. Prestur.

Foreldrar: Þórður (d. 15. jan. 1915, 86 ára) Þorsteinsson á Eyjólfsstöðum á Völlum og kona hans Guðlaug (d. 3. mars 1897, 63 ára) Sigurðardóttir umboðsmanns á Eyjólfsstöðum, Guðmundssonar. Stúdent í Rv. 1891 með 2. eink. (80 st.). Lauk prófi í prestaskóla 24. júní 1893 með 2. eink, betri (35 st.). Var bóndi á Eyjólfsstöðum 1894– 1901. Veittur Hjaltastaður 28. febr. 1901; vígður 16. maí s. á.; veittir Eydalir 3. júlí 1919.

Fekk lausn frá embætti 6. maí 1942, en þjónaði til vors 1943.

Fluttist síðan til Rv. og dó þar.

Ritstörf: 1 hugvekja í 100 hugvekjum, Rv. 1926; Bjarmi, 3. árg. Kona (30. sept. 1893): Sigurbjörg (f. 24. apr. 1875) Bogadóttir Smiths í Arnarbæli á Fellsströnd. Börn þeirra: Einar útvarpsvirki í Rv., Elín átti Sigurjón Jónsson í Snæhvammi, Ásgeir bílstjóri í Rv., Guðlaugur dó ókvæntur, Þórður dó ókv. (BjM. Guðfr.; Breiðdæla, Rv. 1948).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.