Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Þórarinsson

(1. maí 1756–13. apr. 1819)

Sýslumaður.

Foreldrar: Þórarinn sýslumaður Jónsson á Grund og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar. Varð stúdent úr heimaskóla frá Bjarna rektor Jónssyni í Skálholti 1775, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s.á., tók heimspekipróf 1776, með 2. einkunn, lögfræðapróf 28. júní 1781, með 1. einkunn, varð 2. júlí s.á. sýslumaður í Kjósarsýslu og héraðsdómari í Gullbringusýslu. Var fyrst í. Viðey, bjó síðan 2 ár (1783–5) að Lágafelli, 1 ár (1785–6) í Gufunesi, síðan í Brautarholti, fekk Rangárþing 10. júní 1789, fluttist þangað snemma næsta árs og hélt til æviloka, gegndi og Vestmannaeyjasýslu frá 7. okt. 1812. Varð kanzellíráð að nafnbót 8. ágúst 1810. Bjó að Hlíðarenda og varð þar bráðkvaddur í smiðju úti. Til er mynd af honum, dregin af síra Sæmundi Hólm.

Kona (3. júlí 1782): Steinunn (f. 30. júlí 1763, d. 9. febr. 1828) Bjarnadóttir landlæknis, Pálssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Bjarni amtmaður og skáld Thoraresen, Ragnheiður f.k. síra Gísla Gíslasonar á Gilsbakka, Rannveig átti fyrr Þórarinn sýslumann Öfjörd, síðar síra Sveinbjörn Sveinbjörnsson á Staðarhrauni, Guðrún f.k. síra Sigurðar Thorarensens í Hraungerði, Kristín átti síra Jón Halldórsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Skúli læknir Thorarensen að Móeiðarhvoli (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.