Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Þorgilsson, fróði
(1067–9. nóv. 1148)
Prestur.
Foreldrar: Þorgils Gellisson og kona hans Jóreiður (líkl. Hallsdóttir í Haukadal, Þórarinssonar).
Lærði í Haukadal hjá Halli.
Hélt Stað á Ölduhrygg. Er talinn fyrsti rithöfundur á íslenzku. Af ritum hans hefir ekki varðveitzt, svo að víst sé, utan Íslendingabók, en samið mun hann hafa frumdrög að Landn. og Noregskonungasögum.
Börn hans: Þorgils prestur á Stað, faðir Ara sterka, og Hallfríður, er átti Magnús prest Pálsson í Reykholti (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Tímar. bmf. X; Einar Arnórsson: Ari fróði; o. fl.).
Prestur.
Foreldrar: Þorgils Gellisson og kona hans Jóreiður (líkl. Hallsdóttir í Haukadal, Þórarinssonar).
Lærði í Haukadal hjá Halli.
Hélt Stað á Ölduhrygg. Er talinn fyrsti rithöfundur á íslenzku. Af ritum hans hefir ekki varðveitzt, svo að víst sé, utan Íslendingabók, en samið mun hann hafa frumdrög að Landn. og Noregskonungasögum.
Börn hans: Þorgils prestur á Stað, faðir Ara sterka, og Hallfríður, er átti Magnús prest Pálsson í Reykholti (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Tímar. bmf. X; Einar Arnórsson: Ari fróði; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.