Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Þorsteinsson

(– – 1603)

Sýslumaður að Skútustöðum og Ási.

Foreldrar: Þorsteinn sýslumaður Finnbogason og kona hans Sesselja Torfadóttir sýslumanns að Klofa, Jónssonar. Kann að hafa gegnt sýslustörfum í Þingeyjarþingi fyrir 1550 (og þá í umboði föður síns) og enn síðar (lögsagnari í Rangárþingi 1555), fekk Þingeyjarþing ævilangt 1563, er þeir bræður seldu konungi brennisteinsnámur sínar, og hélt síðan, en hafði umboðsmenn.

Mikilmenni, vitur og auðugur.

Kona 1: Þorbjörg Magnúsdóttir frá Eiðum Árnasonar.

Börn þeirra voru: Magnús að Eiðum, Ingibjörg átti fyrr síra Bjarna Högnason að Hofi í Vopnafirði, síðar síra Odd Þorkelsson sst.

Kona 2: Anna Eyjólfsdóttir í Dal undir Eyjafjöllum, Einarssonar.

Börn þeirra: Þorsteinn drukknaði 1592 í Hamborgarelfi, Jón sýslumaður að Galtalæk, Þorbjörg átti Hákon sýslumann Árnason að Klofa (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.