Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Árnason

(um 1662–1727)

Sýslumaður.

Foreldrar: Árni að Heydalsá Vigfússon (prests í Breiðavíkurþingum, Helgasonar) og f. k. hans Málmfríður Torfadóttir, Gíslasonar, Björnssonar. Bjó í Bjarnarhöfn enn 1703, en síðar á Öndverðaeyri (Hallbjarnareyri), og getur þar 1714. Fekk Hnappadalssýslu 1705 og hélt til æviloka.

Stórbrotinn og einarður, burðamaður mikill, en var hæglátur hverndagslega.

Kona: Helga (f. um 1662) Sigurðardóttir, Björnssonar.

Börn þeirra: Sigurður Hólarektor, síðar sýslumaður, Guðmundur, Árni, Málmfríður s.k. síra Guðmundar að Helgafella (BB. Sýsl.; Manntal 1703; Jarðab. ÁM. og PVíd.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.