Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Árnason

(1600–um 1673)

Prestur.

Foreldrar: Árni sýslumaður Magnússon að Eiðum og kona hans Guðrún Jónsdóttir sterka að Svarfhóli í Laxárdal, Ólafssonar. Lærði í Skálholtsskóla, fór utan 1623, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. febr. 1624, mun hafa komið til landsins 1628, var umboðsmaður föður síns í Múlaþingi 1 ár (1629–30), varð kirkjuprestur í Skálholti 1630, rektor í Hólaskóla 1635, fekk Hof í Vopnafirði 1638 og hélt til æviloka, varð prófastur í Múlaþingi 1652, lét af því starfi 1671.

Kona: Valgerður Skúladóttir (systir Þorláks byskups).

Börn þeirra: Síra Árni að Hólmum, síra Sigfús að Dvergasteini, Helga átti Guðbrand aðstoðarprest Jónsson í Sauðanesi, Björg átti síra Ólaf Gíslason að Hofi í Vopnafirði, Ingunn átti Jón Ásmundsson lögréttumanns á Ormarsstöðum, Jónssonar, Guðrún átti Sigurð lögréttumann Þorgrímsson í Krossavík, Þorbjörg átti Pétur lögréttumann Ásmundsson að Eyvindará, Steinunn átti Pétur eldra á Torfastöðum Bjarnason (sýslumanns að Burstarfelli, Oddssonar), Ingibjörg átti síra Gísla Sigurðsson á Refsstöðum (HÞ.; Saga Ísl. V; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.