Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Víga-Glúmsson, skáld

(10. og 11. öld)

Foreldrar: Glúmur (Víga-Glúmur) Eyjólfsson (sjá þar) og kona hans Halldóra Gunnsteinsdóttir. Vigfús var snemma ójafnaðarmaður, varð sekur um víg í héraði, leyndist, og var síðan sætzt á.

Fór utan og var farmaður og hermaður; var í Jómsvíkingabardaga, og eru þaðan 2 erindi eftir hann (í Jómsv.). Eftir það hefir hann tekið aftur bólfestu nyrðra.

Sonur hans: Bergur, og voru af honum Ketill prestur og lögsögumaður Þorláksson og Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (Landn.; sjá og Ljósvetningas.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.