Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Thorarensen (Stefánsson)

(1787–5. nóv. 1843)

Lögfræðingur.

Foreldrar: Stefán amtmaður Þórarinsson og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns Schevings.

Lærði heima, fór utan 1803 og 61 varð stúdent 31. mars 1804 úr heimaskóla í Kh. frá Steingrími Jónssyni, síðar byskupi, með ágætum vitnisburði, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 5. maí s. á., með 1. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1804–5, með 1. einkunn, tók lögfræðapróf (hið bóklega) 9. apr. 1808, með 2. einkunn, en tók það upp aftur og jafnframt hið verklega próf 6. okt. 1810, með 1. einkunn í báðum prófum. Varð 20. apr. undirkanzellisti í kanzellíinu, en 10. febr. 1819 kanzellisti og hlaut jafnframt kanzellísekreteranafnbót, fekk lausn 7. jan. 1823, vegna geðbilunar, og var þá kominn aftur til landsins. Er mjög tíðrætt um það í skjölum, að hann hafi í brjálsemi orðið föður sínum að bana. Síðan var hann sendur til Danmerkur, settur á St. Hansspítala í Hróarskeldu og andaðist þar, ókv. og bl. Hann þókti hinn efnilegasti maður, áður en hann veiktist. Í handritum (í Lbs.) eru ritgerðir eftir hann, „Islands Statistik“, og um veræzlun. Ókv. og bl. (Lbs. 49, fol.; Tímarit bmf. II, HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.