Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Spendrup

(um 1712–9. jan. 1732)

Stúdent.

Foreldrar: Jens sýslumaður Madsen Spendrup og kona hans Helga Jónsdóttir Hólabyskups, Vigfússonar. Lærði í heimaskóla hjá Þórði Þorkelssyni Vídalín og Jóni Jónssyni, síðar presti á Helgastöðum, fekk stúdentsvottorð 1730 án yfirheyrslu hjá Sigurði rektor Vigfússyni, síðar sýslumanni, fór utan 1731, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 12. okt. s.á., andaðist þar úr bólu, ókv. og bl. Var skáldmæltur (sjá Lbs.), talinn efnismaður (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.