Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Sigurðsson

(1722–22. ág. 1750)

Prestur. Foreldrar; Síra Sigurður Árnason að Krossi og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir prests á Hjaltastöðum, Eiríkssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1735, stúdent 1741. Var veturinn 1742–3 á Eyri í Seyðisfirði og kenndi sonum Ólafs lögsagnara Jónssonar. Fór utan 1746, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 16. dec. s. á., kom aftur til landsins 1747, vígðist 15. ág. s. á. aðstoðarprestur síra Björns Magnússonar á Grenjaðarstöðum, fekk Nes 1750, fluttist þangað í ág. s. á. og drukknaði í Laxá í s.m.

Kona (29. sept. 1748): Sigríður (d. 15. ág. 1753) Jónsdóttir lögréttumanns að Stóra Núpi, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður að Hofi í Álptafirði, Ragnheiður átti síra Eyjólf Sturluson að Brjánslæk.

Sigríður ekkja síra Vigfúsar átti síðar síra Eirík Guðmundsson á Stað í Hrútafirði (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.