Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Sigurðsson

(16. júlí 1875–26. maí 1950)

. Trésmiður o. fl. Foreldrar: Sigurður (d. 13. júní 1894, 47 ára) Guðmundsson á Gilsbakka í Axarfirði og kona hans Þóra Bjarnadóttir í Mýrarseli, Péturssonar.

Nam trésmíði í Rv. Vitavörður á Reykjanesi 1915–25; stundaði áður og síðar trésmíðar í Rv. Var í leiðangri Kochs kapteins til Grænlands 1912–13 og í leiðangri próf. Wegeners 1930. Fekk silfurmedalíuna „Índlandsisen“ árið 1913. Ritstörf: Um þvert Grænland, Rv. 1948, Kona (2. febrúar 1906): Guðbjörg (f. 9. júní 1884) Árnadóttir í Simbakoti, svo í Reykjavík, Þorvarðssonar; þau skildu. Börn þeirra: Tómas byggingameistari, Gunnþóra ljósmyndari, Ólafur járnsmiður, Anna, Svanhildur átti Ingólf kennara Geirdal, Sigurður trésmiður, Auður átti Jónas Þórðarson, Jóhann Pétur Koch múrari (Br7.; Óðinn X; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.