Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Sigurðsson

(13. júní [13. júlí, Vita] 1811–8. jan. 1889)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður stúdent Guðmundsson á Eyjólfsstöðum og kona hans Ingunn Vigfúsdóttir prests á - Valþjófsstöðum, Ormssonar. F. á Valþjófsstöðum. Ólst upp með móðurföður sínum fram á 7. ár aldurs síns. Lærði fyrst hjá síra Guttormi Pálssyni í Vallanesi, tekinn í Bessastaðaskóla 1831, stúdent 1837, með vitnisburði í betra meðallagi.

Vígðist 11. ág. 1839 aðstoðarprestur síra Stefáns Einarssonar á Sauðanesi. Fekk Svalbarð 13. apr. 1847, Staðarbakka 2. apr. 1868, fór þangað ekki og 60 fekk Svalbarð aftur (í skiptum við síra Svein Skúlason), Sauðanes 9. sept. 1869 og hélt til æviloka. Settur prófastur í Norður-Þingeyjarþingi 1869–T1, aftur 1873, skipaður 1875–89. Búhöldur, jarðabótamaður mikill, stundaði nokkuð lækningar.

Kona: Sigríður (f. 6. júlí 1815, d. 1. júní 1894) Guttormsdóttir prests í Vallanesi, Pálssonar; þau bl. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1839; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.