Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Sigfússon

(um 1684–1770)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigfús Vigfússon að Dvergasteini og s.k. hans Anna Björnsdóttir í Böðvarsdal, Bjarnasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1703, stúdent 1707.

Fekk Mjóafjörð 1709, en 1715 Dvergastein, við lát föður síns, og hélt einnig Mjóafjörð til 1740, lét af prestskap 1757, andaðist að Eyvindará. Skarpur maður og vel gefinn, að vitni síra Guðmundar Eiríkssonar að 59 Hofi í Vopnafirði (HE. Presb.), þótt lítt láti Harboe af lærdómi hans.

Kona: Guðný (f. um 1690) Þorsteinsdóttir í Firði, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Björn, Þorsteinn, Sigfús, Guðný átti Þorstein Bjarnason, Valgerður, Anna, Þóra (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.