Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Sigfússon

(24. sept. 1843–11. okt. 1916)

Gestgjafi.

Foreldrar: Sigfús Sigfússon í Sunnudal og kona hans Dagbjört Arngrímsdóttir á Víðivöllum í Fnjóskadal, Jónssonar.

Var barnakennari framan af, hafði síðan verzlun og útgerð í Vopnafirði, keypti 1898 „hótel Akureyri“, fluttist þangað og hélt til æviloka. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, vel metinn, valmenni, orðheppinn, fróður og ættvís.

Kona 1: Margrét (d. 1867) Ágústsdóttir á Ljótsstöðum í Vopnafirði, Jónssonar; áttu eitt barn og komst það ekki upp.

Kona 2: María (Herdís María) (d. 10. febr. 1908) Þorvaldsdóttir á Eyrarlandi, Jónssonar, ekkja Karls Jóhanns Grönvolds.

Börn þeirra: Jóhann kaupmaður á Akureyri, Ágústa f.k. Olgeirs Friðgeirssonar á Akureyri, Oddný átti Ingólf lækni Gíslason í Borgarnesi, Maren átti Einar verzl.stj. á Akureyri Gunnarsson, Valgerður óg., Halldóra d. óg. (Óðinn XII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.