Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Scheving (Jónsson)

(um 1749–29. janúar 1834)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Jón klausturhaldari Vigfússon á Reynistað og kona hans Þórunn Hannesdóttir Schevings.

Lærði hjá stjúpföður sínum, síra Jóni Steingrímssyni, tekinn í Skálholtsskóla 1765, stúdent 10. maí 1769, með ágætum vitnisburði. Bjó fyrst í Teigi í Fljótshlíð, þá að Hofi á Kjalarnesi, en í Brautarholti 1780–4 (húsmaður 1784–6), síðan á Ketilsstöðum, hjáleigu þar, þá í Stekkjakoti hjá Saurbæ á Kjalarnesi, en fluttist 1794 að Hellum í Mýrdal og var þar til æviloka. Eftir hann eru pr. Passíusálmar („um 50 sálmar“), Viðey 1824 (um kveðskap hans sjá Lbs.).

Kona 1: Sesselja (f. um 1750, drukknaði í Jökulsá í Sólheimasandi 5. júní 1790) Þórðardóttir Thorlaciuss í Teigi í Fljótshlíð. Þau slitu samvistir, og kærði Sesselja mann sinn fyrir óleyfileg mök við aðra konu o. fl.

Börn þeirra: Jón bókbindari, Guðríður átti Jón Eyjólfsson í Skammadal í Mýrdal.

Kona 2 (líkl. 1794, höfðu þau átt 2 börn áður): Ólöf Teitsdóttir í Mýrarholti á Kjalarnesi, Gíslasonar.

Börn þeirra: Viðfús að Hellum í Mýrdal, Jón dó ungur (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.