Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Scheving (Hansson)

(15, jan. 1735–14. dec. 1817)

Sýslumaður.

Foreldrar: Hans klausturhaldari Scheving á Möðruvöllum og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir að Hofi á Höfðaströnd, Gíslasonar. Lærði fyrst hjá Jóni Jónssyni, síðar presti í Grundarþingum, tekinn í Hólaskóla 1751, stúdent 7. maí 1754, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s. á., tók lögfræðapróf 20. júní 1757, með 2. einkunn.

Var ráðsmaður Hólaskóla 1762–5, settur sýslumaður í Vaðlaþingi um 1 ár (1767–8), fekk Hegranesþing 21. febr. 1772, fekk lausn frá því starfi 21. maí 1800. Bjó að Víðivöllum, en fluttist um 1800 til dóttur sinnar að Innra Hólmi og með henni í Viðey og andaðist þar.

Kona (23. júlí 1760): Anna (f. 11. dec. 1729, d. 30. okt. 1820) Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, „Ólafssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðrún átti Magnús dómstjóra Stephensen í Viðey, Ragnheiður átti Stefán amtmann Þórarinsson, Stefán klausturhaldari að Ingjaldshóli, Jónas sýslumaður að Leirá (Útfm., Beitist. 1819; BB. Sýsl.; Tímarit bmf. MI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.