Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Ormsson

(17. júní 1751–12. sept. 1841)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ormur Snorrason í Keldnaþingum og kona hans Guðlaug Árnadóttir smiðs að Kornmúla í Fljótshlíð, Arnórssonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1768, stúdent 1775, fekk 7. apr. 1777 Ás í Fellum, vígðist 4. maí s.á., fekk Valþjófsstaði 21. jan. 1789, lét þar af prestskap 1835, enda var hann þá kominn í kör (af slagi, 1834), andaðist á Arnheiðarstöðum og hafði hann haft bú þar frá 1818.

Hann var búhöldur góður og vel öT efnum búinn. Mun hafa verið aðalfrumkvöðull að „matsöfnunarfélagi“ Fljótsdæla.

Kona: Bergljót (d. 9. okt. 1828, 97 ára) Þorsteinsdóttir prests að Krossi, Stefánssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét átti síra Guttorm Pálsson í Vallanesi, Ingunn átti Sigurð stúdent Guðmundsson á Eyjólfsstöðum á Völlum, Sigríður átti síra Stefán Árnason á Valþjófsstöðum, Einar, Guttormur stúdent og alþm. á Arnheiðarstöðum (HÞ.; Ísl. sagnaþættir (Þjóðólfs) III; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.