Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson (Leirulækjar-Fúsi)

(um 1648–1728)

Skáld.

Foreldrar: Síra Jón Ormsson að Kvennabrekku og kona hans Jórunn Gísladóttir að Staðarfelli, Jónssonar. Var 2 ár í Hólaskóla, en mun ekki hafa orðið stúdent. Bjó lengstum að Leirulæk, stundum einsetumaður, enda níddi hann jörðina, en stundum í húsmennsku, enda var hann efnamaður. Hann átti illdeilur við ýmsa, einkum Sigurð Dalaskáld Gíslason (þáttur um þá er í handritum eftir Gísla Konráðsson). Hefir hann að upplagi verið vel gefinn og vel skáldmæltur; er til fjöldi kvæða hans í handritum, og er hann mjög klúryrtur og níðskældinn (sjá t.d. Kviðraunagrát, Útfararminningu Ingigerðar o. Íl.); eftir hann er og 6. ríman í Grobbíansrímum og háttalykill.

Ekki er kunnugt, að eftir hann sé í andlegum kveðskap nema 1 sálmur, pr. í Höfuðgreinabók.

Eftir hann er skýring á Ynglingatali (Lbs.). Pr. er kvæði eftir hann í Ísl. gát., skemmt. o. s.frv. TI. Með aldrinum gerðist hann mjög einrænn og að síðustu geðbilaður. Eru miklar þjóðsagnir um hann. Síðustu ár ævinnar var hann hjá frænda sínum, Ormi sýslumanni Daðasyni. Ókv. og bl. (Saga Ísl. V; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.