Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson

(– – um 1595)

Sýslumaður á Kalastöðum.

Foreldrar: Jón (bróðir Alexíusar ábóta) Pálsson í Mýdal í Kjós og kona hans Ásdís Vigfúsdóttir. Hélt Kjósarsýslu frá því um 1555–80, má vera í umboði Bessastaðafógeta. Talinn ofbeldismaður. Skjalabók er með hendi hans í AM.

Kona (um 1560). Ragnhildur Þórðardóttir lögmanns, Guðmundssonar

Börn þeirra: Ingibjörg átti Ólaf sterka (Illa-Láfa) Jónsson að Svarfhóli í Laxárdal, Vilhjálmur, Ormur sýslumaður í Eyjum, Illugi á Kalastöðum, síra Jón eldri í Miðdalaþingum, Jón yngri krákur í Skáney, Þuríður átti Gísla Jónsson í Galtardalstungu, Ingveldur átti fyrr síra Jón Þormóðsson, síðar Jón Einarsson að Skarðshömrum, Ásdís þriðja kona Þorsteins sýslumanns Magnússonar í Þykkvabæ, Guðmundur á Mófeldsstöðum (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.