Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson

(um 1680–24. maí 1726)

Heyrari.

Foreldrar: Jón Hólabyskup Vigfússon og kona hans Guðríður Þórðardóttir prests í Hítardal, Jónssonar. Hefir orðið stúdent fyrir 1700. Var heyrari í Skálholti 1702–8, bjó síðan að Leirá til æviloka, drukknaði í Hvítá.

Vel látinn maður, en nokkuð gjarn til drykkju.

Kona (22. sept. 1709, konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 15. dec. 1708). Kristín (d. 28. febr. 1733, um fertugt) Guðbrandsdóttir prests að Vatnsfirði; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.