Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson

(1739–27. okt. 1818)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Andrésson í Arnarbæli og kona hans Sigríður Hannesdóttir prests í Arnarbæli, Erlingssonar. F. á Kröggólfsstöðum. Tekinn í Skálholtsskóla 1758, stúdent 15. apr. 1763, vígðist 29. júlí 1764 aðstoðarprestur föður síns og bjó á Kröggólfsstöðum, fekk Miðdal 7. ág. 1783, lét þar af prestskap í fardögum 1783 og andaðist þar. Þókti heldur treggáfaður.

Kona (1766): Agatha (d. 10. mars 1815, 74 ára) Halldórsdóttir að Úfljótsvatni, Brandssonar.

Börn þeirra, sem getið er: Guðmundur, Helga átti Arngrím Pálsson í Úthlíð, Guðrún átti Þorleif Guðmundsson á Böðmóðsstöðum, Steinunn átti Jón Bjarnason frá Efsta Dal, Jón, Einar, Hannes, Guðlaug átti Þórð Einarsson að Mýrarhúsum, Guðlaug (önnur) átti Jón Helgason í Krýsuvíkurhverfi, Andrés, Ragnheiður átti Tómas Einarsson í Auðsholti, Sigríður, Anna (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.