Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson

(1736–29. sept. 1786)

Prestur.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Vigfússon að Háafelli í Hvítársíðu og kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir prests á Stað í Grindavík, Hallkelssonar. Lærði fyrst hjá síra Guðlaugi Þorgeirssyni í Görðum, tekinn í Skálholtsskóla 1754, stúdent 19. apr. 1758, var síðan hjá Þorgrími sýslumanni Sigurðssyni í Hjarðarholti, og hafði hann fóstrað hann að nokkuru leyti, fór utan 1761, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s.á., tók guðfræðapróf 4. maí 1763, með 1. einkunn, kom til landsins s. á., vígðist 24. apr. 1764 aðstoðarprestur síra Péturs Einarssonar í Miklaholti og setti bú á staðnum, fekk prestakallið 26. maí 1778, eftir lát hans, og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur. Hann þókti góður kennari og kenndi mörgum skólalærdóm. Samdi spurningar eftir lærdómskveri Pontoppidans og lét prenta í Kh. 1770, en 26. mars 1772 lét kirkjustjórnarráðið banna að nota það kver vegna einkaréttinda Hólaprentsmiðju.

Kona (1763): Guðrún (d. í okt. 1801) Ólafsdóttir í Svefneyjum, Gunnlaugssonar; þau bl. (HÞ. Guðfr.; HÞ; SGrBf.; Saga Ísl. VI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.