Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Jónsson
(1736–2. júní 1795)
Sýslumaður.
Foreldrar: Jón Björnsson á Eyrarlandi og kona hans Helga Magnúsdóttir að Espihóli, Björnssonar. Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 27. maí 1757, fór utan s. á. skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s. á., varð baccalaureus 30. júlí 1761 og komst í Ehlers kollegium, tók lögfræðapróf 22. maí 1762, með 2. einkunn í báðum prófum, kom til landsins 1763, varð 21. júlí s.á. lögsagnari frænda síns, Jóns sýslumanns Benediktssonar í Rauðaskriðu (þeir 55 voru systkinasynir), fekk vonarbréf fyrir Þingeyjarþingi eftir hann 22. apr. 1766, tók algerlega við sýslunni 28. apr. 1776, en fekk lausn vegna geðbilunar 31. maí 1786. Bjó fyrst á Skútustöðum, að Héðinshöfða (1770–81), á Breiðamýri (1781–4), síðan á Sigríðarstöðum á Sléttu, en frá því um 1790 á Grásíðu í Kelduhverfi og andaðist þar. Var vel viti borinn, en að jafnaði þunglyndur og fálátur og þó glaðlyndur í vinahóp, vel látinn, átti jafnan að búa við erfiðan efnahag. Eftir hann er Disputatio de piscatura, Kh. 1762.
Kona (6. okt. 1765): Halldóra (f. 21. júní 1745) Sæmundsdóttir prests á Stað í Kinn, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Björn guðfræðingur, Guðbrandur lyfsali í Nesi, Árni stúdent, Katrín óg. og bl., Gísli stúdent á Ökrum, Margrét átti launbarn, varð geðbiluð (d. á Ökrum 1848), Helga átti síra Árna Skaftason að Hálsi í Hamarsfirði, Jón (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. II; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Jón Björnsson á Eyrarlandi og kona hans Helga Magnúsdóttir að Espihóli, Björnssonar. Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 27. maí 1757, fór utan s. á. skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. dec. s. á., varð baccalaureus 30. júlí 1761 og komst í Ehlers kollegium, tók lögfræðapróf 22. maí 1762, með 2. einkunn í báðum prófum, kom til landsins 1763, varð 21. júlí s.á. lögsagnari frænda síns, Jóns sýslumanns Benediktssonar í Rauðaskriðu (þeir 55 voru systkinasynir), fekk vonarbréf fyrir Þingeyjarþingi eftir hann 22. apr. 1766, tók algerlega við sýslunni 28. apr. 1776, en fekk lausn vegna geðbilunar 31. maí 1786. Bjó fyrst á Skútustöðum, að Héðinshöfða (1770–81), á Breiðamýri (1781–4), síðan á Sigríðarstöðum á Sléttu, en frá því um 1790 á Grásíðu í Kelduhverfi og andaðist þar. Var vel viti borinn, en að jafnaði þunglyndur og fálátur og þó glaðlyndur í vinahóp, vel látinn, átti jafnan að búa við erfiðan efnahag. Eftir hann er Disputatio de piscatura, Kh. 1762.
Kona (6. okt. 1765): Halldóra (f. 21. júní 1745) Sæmundsdóttir prests á Stað í Kinn, Jónssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Björn guðfræðingur, Guðbrandur lyfsali í Nesi, Árni stúdent, Katrín óg. og bl., Gísli stúdent á Ökrum, Margrét átti launbarn, varð geðbiluð (d. á Ökrum 1848), Helga átti síra Árna Skaftason að Hálsi í Hamarsfirði, Jón (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. II; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.