Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Vigfús Jónsson
(1711–22. apr. 1761)
Prestur, skáld.
Foreldrar: Jón Vigfússon að Hofi í Öræfum og kona hans Þórdís Jónsdóttir „siglingamanns“ frá Bæ í Lóni, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1725, stúdent 1728. Vígðist 24. okt. 1734 aðstoðarprestur síra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álptafirði, fekk Stöð í júlí 1737 og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð, og er þó nefnt þar, að hann skvetti stundum í sig. Var vel gefinn maður og skáldmæltur (sjá Lbs.). „Barnaljóð“ eftir hann lét systursonur hans, Jón konferenzráð Eiríksson, prenta í Kh. í fyrsta sinn 1780 (2. pr. sst. 1838). Hugvekjur (50) af Passíusálmum síra Hallgríms eftir hann pr. í Kh. 1833.
Kona: Guðrún Jónsdóttir, ekkja síra Högna Guðmundssonar í Stöð.
Dætur þeirra: Guðríður átti síra Svein Sigurðsson í Stöð, Guðrún, Þórunn (HÞ.; SGrBf.).
Prestur, skáld.
Foreldrar: Jón Vigfússon að Hofi í Öræfum og kona hans Þórdís Jónsdóttir „siglingamanns“ frá Bæ í Lóni, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1725, stúdent 1728. Vígðist 24. okt. 1734 aðstoðarprestur síra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álptafirði, fekk Stöð í júlí 1737 og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur. Í skýrslum Harboes fær hann góðan vitnisburð, og er þó nefnt þar, að hann skvetti stundum í sig. Var vel gefinn maður og skáldmæltur (sjá Lbs.). „Barnaljóð“ eftir hann lét systursonur hans, Jón konferenzráð Eiríksson, prenta í Kh. í fyrsta sinn 1780 (2. pr. sst. 1838). Hugvekjur (50) af Passíusálmum síra Hallgríms eftir hann pr. í Kh. 1833.
Kona: Guðrún Jónsdóttir, ekkja síra Högna Guðmundssonar í Stöð.
Dætur þeirra: Guðríður átti síra Svein Sigurðsson í Stöð, Guðrún, Þórunn (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.