Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Vigfús Jónsson

(12. júní 1706–2. jan. 1776)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Halldórsson í Hítardal og kona hans Sigríður Björnsdóttir prests á Snæúlfsstöðum, Stefánssonar. Stúdent úr heimaskóla frá föður sínum, fór utan 1728, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 13. nóv. s. á., tók guðfræðapróf 28. maí 1731, með 2. einkunn, vígðist aðstoðarprestur föður síns 8. nóv. 1733, fekk vonarbréf fyrir prestakallinu 21. jan. 1735, tók við því að fullu 1736, eftir lát föður síns, lét af prestskap í fardögum 1775, en andaðist í Hítardal. Var prófastur í Mýrasýslu 2. maí 1740–24. júní 1775. Í skýrslum Harboes fær hann að vísu góðan vitnisburð og er talinn vel að sér í íslenzkum fræðum, en nokkuð drykkfelldur, enda hafði hann við slík tækifæri stundum hégómalæti; mun þessi brestur hafa hamlað honum frá Hólastóli 1754. Heldur var stirt með síra Vigfúsi og bróður hans, Finni byskupi. Síra Vigfús var vel að sér í ýmsum greinum, jók rit föður síns og hélt þeim sumum fram. Ritstörf pr.: Ævisaga síra Hallgríms Péturssonar (framan við sum „Hallgrímskver“ og í „Gesti Vestfirðingi“); þýðing á B.J. de Buchwald: Sá nýi yfirsetukvennaskóli, Hól. 1749. Í handritum er margt eftir hann: Skólameistarasögur (sjá JH. Skól.); lögmannatal; Um kirkjusiðu; Um kaupskap Íslendinga við framandi þjóðir; Cento eða Tötraklasi; Offendicula gegn Bergþórsstatútu; Prestskyld í heimalandi; ritgerðir um tíund; ættartölubók o. fl. (sjá Lbs.); þáttur úr kirkjusögu Íslands í konungsbókhlöðu í Kh.

Kona 1 (1737): Katrín (d. 21. júlí 1762) Þórðardóttir prests á Staðastað, Jónssonar, Af 8 börnum þeirra komst einungis upp: Síra Eiríkur í Stafholti.

Kona 2 (766): Margrét (d. 25. maí 54 1774) Sæmundsdóttir prests í Miklabæ, Magnússonar; þau bl. (HÞ. Guðfr.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.